Dagbók lögreglu: Tvö útköll vegna heimilisófriðar

Kóreskur ferðamaður brenndist á fæti þegar hann steig í hver á Geysissvæðinu í síðustu viku. Ferðamaðurinn var fluttur með sjúkrabifreið á heilsugæsluna á Selfossi þar sem gert var að sárum hans.

Í dagbók lögreglunnar á Suðurlandi kemur fram að í liðinni viku voru skráð 191 verkefni hjá lögreglunni, stór og smá.

Níu umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í vikunni og var í öllum tilvikum um minniháttar mál að ræða.

Tvívegis var lögregla kölluð til vegna heimilisófriðar eða ósættis milli skyldra eða tengdra aðila.

Fyrri greinHvítt efni fannst á almannafæri
Næsta greinPétur ráðinn slökkviliðsstjóri