Dagbók lögreglu: Stungið á hjólbarða í Hveragerði

Lögreglan á Selfossi hafði nóg á sinni könnu í liðinni viku en 35 ökumenn voru kærðir fyrir hraðakstur, þrír fyrir ölvun við akstur og þrír fyrir akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna.

Aðfaranótt síðastliðins þriðjudags var skorið á hægri framhjólbarða rauðrar Toyotu bifreiðar sem stóð í Vaðlaheiði í Hveragerði. Greinileg ummerki voru um að hnífi hafi verið stungið í hjólbarðann. Lögreglan biður þá sem veitt geta upplýsingar um málið að hafa samband í síma 480 1010.

Þá hafði lögreglan afskipti af þremur ungum mönnum í vikunni sem voru með kannabisefni í fórum sínum. Um minniháttar magn var að ræða.

Ung stúlka handleggsbrotnaði í trambólíni á Selfossi um helgina. Hún var flutt á heilsugæsluna á Selfossi til aðhlynningar.

Fyrri greinRáfaði um í óminnisástandi
Næsta greinSíminn eflir sambandið á Suðurlandi