Dagbók lögreglu: Ökuskírteinið klippt hjá Kóreumanni

Aðfaranótt föstudags voru unnin skemmdarverk á svartri Kia bifreið sem stóð í innkeyrslu íbúðarhúss á Sólvöllum á Selfossi.

Annað afturljós var brotið með því að spenna það frá með einhverju áhaldi. Lögreglan biður þá sem veitt geta upplýsingar sem gætu leitt til þess að upplýsa þetta mál að hafa samband í síma 444 2010.

Í dagbók lögreglunnar á Suðurlandi kemur fram að í síðustu viku voru 52 ökumenn kærðir fyrir hraðakstur. Þar af voru 38 á leiðinni milli Hvolsvallar og Hafnar og 32 af þeim erlendir ökumenn. Sá sem hraðast fór var Kóreumaður sem mældur var á 154 km hraða. Hann var sviptur ökurétti og gert að greiða 100 þúsund krónur í sekt.

Fyrri greinÁlft kveikti sinueld
Næsta greinSkemmdir unnar á bílum á Selfossi