Dagbók lögreglu: Níu bílaleigubílar stöðvaðir

Kona handleggsbrotnaði síðastliðinn miðvikudag þegar hún datt af vélsleða á Langjökli við Skálpanes. Sjúkrabifreið ásamt björgunarsveitarmönnum fór á staðinn. Konan var flutt á slysadeild.

Ellefu umferðaróhöpp voru skráð hjá lögreglunni á Suðurlandi í síðustu viku. Engin alvarleg slys urðu í þeim en í einstaka tilvikum talsvert tjón á ökutækjum.

Lögreglumenn á Kirkjubæjarklaustri kærðu níu ökumenn fyrir of hraðan akstur. Allir voru þessir ökumenn erlendir á bílaleigubílum.

Fyrri greinHamar tapaði stórt
Næsta greinÁtján fótboltabullur rústuðu sumarbústað