Dagbók lögreglu: Mikill erill um helgina

Mikill erill var hjá lögreglumönnum á Selfossi um helgina þar sem þurfti að sinna alls konar verkefnum. Þar má nefna bílveltu í Kömbum á laugardag og nauðlendingu flugvélar á Biskupstungnabraut á milli Geysis og Gullfoss.

Kona handarbrotnaði er hún datt af vélsleða á Langjökli við Skálpanes. Hún var flutt með sjúkrabifreið á Slysadeild Landspítala.

Karlmaður hlaut opið fingurbrot þegar hann féll af vélhjóli á vegi skammt við Skíðaskálann í Hveradölum og þrettán ára drengur slasaðist við fall á torfæruhjóli á mótorkrossbrautinni á Bolöldu. Meiðsli hans munu hafa verið minni háttar.

Tíu ökumenn voru kærðir fyrir hraðakstur í vikunni, tveir fyrir ölvunarakstur og einn fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna.

Fyrri greinFyrrverandi formenn sæmdir gullmerki
Næsta greinGeysisþjófur á ferð á Selfossi