Dagbók lögreglu: Klippt af bílum í Árnessýslu

Um helgina höfðu lögreglumenn á Selfossi í mörg horn að líta vegna verkefna sem komu upp, og sum á sama tíma.

Síðdegis í gær féll ung stúlka af hestbaki í uppsveitum Árnessýslu. Hún var flutt á heilsugæslustöðina á Selfossi til skoðunar. Ekki er talið að hún hafi slasast alvarlega en hún kvartaði undan verk í baki.

Nokkur umferðaróhöpp urðu í síðustu viku sem má rekja til færðar. Í einu tilviki er grunur um að ökumaður hafi verið ölvaður er hann missti stjórn á bifreið sinni á Eyrarbakkavegi við Óseyrabrú. Engin er alvarlega slasaður eftir þessi óhöpp en eignatjón er verulegt.

Fimm umráðamenn ökutækja voru í vikunni kærðir fyrir að vera með ökutæki sín ótryggð. Slíkt er mjög alvarlegt mál ef tjón verður vegna notkunar á ótryggðu ökutæki. Umráðamaður fær 30.000 króna sekt fyrir þetta brot. Betra að láta það ganga upp í iðgjaldið.

Þrír ökumenn voru kærðir fyrir ölvunarakstur og einn fyrir akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna.

Fyrri greinRannsaka orkuþjófnað í Hveragerði
Næsta greinVilborg Arna lent á Íslandi