Dagbók lögreglu: Kannabis og COVID-19

Lögreglan í Vík. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Ökumaður sem lögreglan á Suðurlandi stöðvaði við útsýnispall í Eldhrauni á fimmtudag í síðustu viku reyndist undir áhrifum kannabis.

Honum var gert að hætta akstri og fær mál hans venjubundna meðferð í kjölfarið.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á Suðurlandi.

Eitt umferðarslys er fært til bókar í dagbókinni; á föstudag valt bifreið útaf vegi í hálku á mótum Suðurlandsvegar og Hoffellsvegar. Ökumaður var einn í bílnum og slapp lítið meiddur.

Fjórtán stór ökutæki voru skoðuð í vegaskoðun þar sem ein athugasemd var gerð vegna aurhlífa og ljósabúnaðar. Þá eru ellefu verkefni í dagbók lögreglunnar sem tengjast COVID-19. Þar er um að ræða eftirlitsferðir á veitinga- og gististaði og flutning sýna til rannsóknar.

Fyrri greinSex manns í einangrun á Suðurlandi
Næsta greinMýrdalssandur ehf kaupir Hjörleifshöfða