Dagbók lögreglu: Hraðakstur á hálum vegi

Í síðustu viku kærði lögreglan á Suðurlandi átján ökumenn fyrir hraðakstur. Flestir þeirra voru á þjóðvegi 1 í Rangárvallasýslu og V- og A-Skaftafellssýslum. Sá sem hraðast fór var á 137 km/klst hraða í Eldhrauni á ísuðum vegi.

Sama dag á sömu slóðum voru nokkrir til viðbótar kærðir fyrir að fara of hratt.

Í dagbók lögreglunnar kemur fram að lögreglan telur þetta talsvert áhyggjuefni því þarna eru í mörgum tilvikum ökumenn sem ekki hafa reynslu af akstri í snjó og hálku.

Ekki er betra þegar við bætist að ökumaður er undir áhrifum áfengis eins og sá sem var mældur á 117 km/klst hraða austan við Hvolsvöll um kvöldmatarleytið á miðvikudag.

Fyrri greinMissti framan af fingri
Næsta greinRangárþing ytra og KFR endurnýja þjónustusamning