Dagbók lögreglu: Hraðakstur í Eldhrauni

Í vikunni voru 53 ökumenn stöðvaðir fyrir að aka of hratt í umdæmi lögreglunnar á Hvolsvelli.

Sá sem hraðast ók var mældur á 137 km hraða í Eldhrauni vestan við Kirkjubæjarklaustur. Frá 1. maí hafa 328 ökumenn verið stöðvaðir í umdæmi Hvolsvallar fyrir of hraðan akstur.

Mikið er um ferðamenn á svæðinu og miðað við fjölda gekk umferðin vel í síðustu viku að undanskyldu slysi á Landvegi á sunnudaginn. Þar valt jeppi með fimm manns og hlaut einn þeirra mikla höfuðáverka. Hann var fluttur með þyrlu til Reykjavíkur og lagður inn á gjörgæsludeild. Hann mun ekki vera í lífshættu.

Ökumaður jeppans missti stjórn á bílnum á holóttum malarvegi.