Dagbók lögreglu: Fullur á fjórhjóli

Ölvaður ökumaður ók fjórhjóli á ljósastaur í Þorlákshöfn og tuttugu gróðurhúsalömpum var stolið úr gróðurhúsi Flúðajöfra á Flúðum nú um helgina.

Þjófnaðurinn átti sér stað aðfaranótt sunnudags á milli kl. 1:45 og 2:17. Þar sást til Nissan Terrano jeppabifreiðar og lögreglan biður alla þá sem veitt geta upplýsingar um þjófnaðinn að hafa samband í síma 480 1010.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglunnar á Selfossi fyrir liðna viku. Þar má einnig lesa um fjórhjól sem ekið var á ljósastaur við verslun Kjarval í Þorlákshöfn á miðvikudagskvöld. Ökumaðurinn reyndist vera ölvaður og farþegi sem var á hjólinu hlaut minniháttar áverka sem læknir á heilsugæslustöð gerði að.

Þá voru afskipti höfð af fimm einstaklingum sem grunaðir voru um ölvunarakstri í umdæmi lögreglunnar á Selfossi og 38 voru kærðir fyrir hraðakstursbrot.

Fyrri greinÞremur bílum stolið í Þorlákshöfn
Næsta greinVandræðalaust hjá Selfyssingum (Textalýsing)