Dagbók lögreglu: Fjórir staðnir að hraðakstri í þjóðgarðinum

Í liðinni viku kærði lögreglan á Selfossi 27 ökumenn fyrir að aka of hratt. Flestir voru mældir á köflum þar sem leyfður hámarkshraði er 90 km/klst.

Þá voru fjórir kærðir fyrir að aka of hratt í þjóðgarðinum á Þingvöllum þar sem leyfður hámarkshraði er 50 km/klst og aðrir tveir fyrir að aka of hratt við Brautarholt á Skeiðum þar sem leyfður hámarkshraði er 70 km/klst.

Fjórir ökumenn voru stöðvaðir grunaðir um ölvun við akstur í vikunni sem leið. Þá voru skráningarnúmer tekin af þremur ökutækjum þar sem að þau voru ekki tryggð með lögbundinni ökutækjatryggingu.

Átta umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar og voru minniháttar meiðsli í tveimur þeirra. Þá var í tveimur öðrum tilfellum ekið á lömb þannig að þau drápust.

Fyrri greinChristine sýnir í Listagjánni
Næsta greinGunnsteinn áfram bæjarstjóri