Dagbók lögreglu: Fingralangt par á ferðinni

Um páskahelgina voru 63 ökumenn kærðir í umdæmi lögreglustjórans á Suðurlandi. Eins og áður var meirihlutinn erlendir ferðamenn á leiðinni milli Víkur og Hafnar.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á Suðurlandi.

Einn ökumaður var kærður fyrir ölvun við akstur og einn fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna.

Þá var par á fimmtugsaldri kært fyrir að hnupla varningi í Olís á Selfossi á föstudaginn langa. Málið er í rannsókn.

Fyrri greinBanaslys í Meðallandi
Næsta greinVélsleðamaðurinn mjaðmagrindarbrotnaði