Dagbók lögreglu: Fimm kærðir fyrir ölvunarakstur

Lögreglan á Suðurlandi stöðvaði tékkneska ferðamenn á bifreið á þjóðveginum í Eldhrauni í liðinni viku. Þeir sögðust hafa tekið bifreiðina á leigu í gegnum netið en voru ekki með leigusamning og bifreiðin var ekki skráð sem bílaleigubifreið.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar.

Fimm ökumenn voru kærðir fyrir ölvunarakstur í vikunni þar af einn á hálendinu. Einn var kærður fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna og 47 fyrir hraðakstur.