Dagbók lögreglu: Ferðamaður fauk um koll

Ferðamaður fótbrotnaði við Lunansholt í Rangárvallasýslu um hádegi í gær þegar hann fauk um koll í snarpri vindhviðu. Maðurinn var fluttur með sjúkrabifreið á sjúkrahús.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglunnar á Suðurlandi.

Um helgina voru fjórtán ökumenn kærðir fyrir hraðakstur og var nær helmingur þeirra erlendir ferðamenn. Einn ökumaður var kærður fyrir ölvun við akstur og annar fyrir akstur undir áhrifum áfengis.

Þá vakti einkennilegt háttalag ungs karlmanns við Krónuna á Selfossi athygli lögreglu um miðnætti á laugardag. Í ljós kom að maðurinn var með kannabis til eigin neyslu í vasa sínum.

Fyrri greinUngt barn brenndist á fótum
Næsta greinDagný, Fríða og Gumma til Algarve