Dagbók lögreglu: Farsímum stolið úr fatahengjum

Nokkrar kærur hafa borist til lögreglunnar á Selfossi að undanförnu vegna þjófnaðar á farsímum og yfirhöfnum úr fatahengjum skemmtistaða.

Eingöngu er það varningur í dýrari kantinum sem er stolið.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar fyrir síðust viku en þar segir einnig að afskipti hafi verið höfð af þremur einstalingum sem höfðu í fórum sínum fíkniefni. Í öllum tilvikum var um minni háttar magn fíkniefna að ræða.

Þrír ökumenn voru að auki kærðir fyrir að aka undir áhrifum ávana- og fíkniefna um helgina og þrettán fyrir hraðakstur.

Fyrri greinHarður árekstur í Kömbunum
Næsta greinLeikfélaga Rangæinga æfir Góðverkin kalla!