Dagbók lögreglu: Einstaklega róleg jól

Helgin var einstaklega róleg hjá Selfosslögreglunni en í heildina voru skráð 42 verkefni sem er það minnsta sem þekkst hefur í háa herrans tíð.

Frá hádegi aðfangadags til miðnættis jóladags voru einungis fimm útköll hjá lögreglunni á Selfossi. Í öllum tilvikum var um að ræða aðstoð við borgarana.
Helst var það vegna óhappa vegna veðurs er ökumenn lentu í á Hellisheiði og í Þrengslum.

Uppúr klukkan 18 á aðfangadag var óskað aðstoðar í Hveragerði vegna barns sem varð fyrir því að biti stóð í hálsi þess. Bitinn losnaði og allt fór vel.

Tilkynnt var um tvær líkamsárásir á Selfossi um helgina en þær flokkast undir það að hafa verið minniháttar.