Dagbók lögreglu: Eftirlit með skotveiðimönnum

Síðastliðna viku voru 68 mál skráð í dagbók lögreglunnar á Hvolsvelli. Réttarböll hafa verið haldin síðustu helgar og hafa þau farið vel fram.

Í byrjun sl. viku var líkamsárás kærð sem átti sér stað helgina áður við Café Thor á Hellu. Málið er í rannsókn.

Lögreglan hefur verið með eftirlit með skotveiðimönnum og var einn kærður í vikunni fyrir að vera ekki með tilskilin leyfi meðferðis og að vera með vopn sem ekki var skráð á hann. Í dagbók Hvolsvallarlögreglunnar segir að það sé tiltölulega auðvelt að hafa þessi mál í lagi en ávallt skal skotvopnaleyfi vera meðferðis ásamt veiðikorti og þurfa þessi leyfi að vera í gildi. Einnig þarf að vera notkunarheimild fyrir skotvopni sem ekki er skráð á viðkomandi.

Sjö ökumenn voru stöðvaðir í vikunni fyrir að aka of hratt en sá sem hraðast ók var á 142 km. hraða í Eldhrauni, vestan við Kirkjubæjarklaustur.

Fyrri greinTveir dýrbítar gómaðir
Næsta greinStálu nuddpotti úr sumarbústað