Dagbók lögreglu: Bíl stolið af bílasölu – og skilað aftur

Aðfaranótt fimmtudags var brotist inn í Bílasölu Selfoss og lykill tekinn að bifreið sem var til sölu. Bifreiðinni var skilað á sama stað aftur óskemmdri.

Í vikunni var einnig brotist inn í sumarbústað sem er skammt frá Borg í Grímsnesi og þaðan stolið uppþvottavél og örbylgjuofni.

Tilkynnt var um tólf umferðaróhöpp í sýslunni í liðinni viku ekkert þeirra þó alvarlegt.

Þrettán ökumenn voru kærðir fyrir hraðakstur, einn fyrir ölvunarakstur og einn fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna.