Dagbók lögreglu: Átakanlegar nágrannaerjur

Lögreglumenn á Selfossi fengu fjöldamörg mál í fangið í liðinni viku. Tólf ökumenn voru kærðir fyrir hraðakstur, fjórir fyrir fíkniefnaakstur og einn fyrir ölvunarakstur.

Þá þurfti lögregla að fara á vettvang vegna ágreinings milli nágranna, sem getur stundum verið átakanlegur og tekið mjög langan tíma og dæmi um að í slík verkefni fari mörg dagsverk sem telja í tugum, segir í dagbók lögreglu.

Árekstur varð á Austurvegi á Selfossi við Bankaveg í gær, sunnudag. Ökumaður stöðvaði bifreið sína við gangbraut til að hleypa barni yfir götuna. Í því var bifreið, sem á eftir fór, ekið aftan á þá bifreið. Engin slys urðu á fólki og ökutækin ökufær á eftir. Óhapp af þessu tagi er áminning til ökumanna um að gæta þess að hafa gott bil á milli ökutækja í akstri.

Fyrri greinEldur í sinu og annar í rusli
Næsta greinStrákarnir okkar: Gummi vann Viðar