Dagbók lögreglu: Þrettán umferðaróhöpp en engin slys á fólki

Í síðustu viku voru engin hegningarlagabrot á borðum lögreglunnar á Suðurlandi. Í dagbók lögreglunnar segir að þetta sé einsdæmi, og jafnframt gleðilegt.

Kona var handtekin í Hveragerði á föstudag vegna gruns um að hún hefði í vörslum sínum fíkniefni. Í veski sem hún bar fannst lítilræði af amfetamíni. Konan var látin laus að lokinni yfirheyrslu.

Þrettán umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar á Suðurlandi í vikunni en engin slys á fólki.

Í vikunni voru 49 ökumenn kærðir fyrir hraðakstur, þrír fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna, einn fyrir ölvunarakstur og fimm umráðamenn ökutækja fyrir að að vanrækja vátryggingarskyldu.

Fyrri greinErlendir ferðamenn helmingur viðskiptavinanna
Næsta greinDagný og Gummi Tóta meistarar