Dagar buðu lægst í ræstingar í Hveragerði

Grunnskólinn í Hveragerði. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Dagar ehf áttu lægsta tilboðið í ræstingar fyrir Hveragerðisbæ en alls bárust átta tilboð í verkið.

Um er að ræða ræstingar í grunnskólanum, leikskólunum, bæjarskrifstofu, upplýsingamiðstöð og bókasafni.

Tilboð Daga hljóðaði upp á tæpar 20,3 milljónir króna og samþykkti bæjarstjórn á síðasta fundi sínum að taka tilboðinu.

Ræstitækni átti næst lægsta tilboðið 24,8 milljónir króna, Hreint ehf bauð 25,6 milljónir, Sólar ehf 31,5 milljónir, AÞ þrif 34,9 milljónir, Allt hreint ehf 37,9 milljónir, Betri þrif 56,2 milljónir og Höfðabón 70,8 milljónir króna.