4.5 C
Selfoss
Mánudagur 9. september 2024
Heim Fréttir Dæmdur í gæsluvarðhald til 20. desember

Dæmdur í gæsluvarðhald til 20. desember

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Héraðsdómur Suðurlands framlengdi í morgun gæsluvarðhald yfir manni sem dæmdur var í gæsluvarðhald í síðustu viku vegna gruns um heimilisofbeldi og kynferðisbrot.

Maðurinn var dæmdur í vikulangt gæsluvarðhald í síðustu viku á grundvelli rannsóknarhagsmuna, að kröfu lögreglustjórans á Suðurlandi. Lögreglustjórinn gerði kröfu um áframhaldandi gæsluvarðhald, en nú á grundvelli almannahagsmuna, og ákvað dómari að maðurinn skuli sæta áframhaldandi gæslu til 20. desember næstkomandi.

Í tilkynningu frá lögreglunni segir að áfram sé unnið að rannsókn þeirra brota sem maðurinn er grunaður um og er ekki að vænta frekari upplýsinga um þá rannsókn frá lögreglu að sinni.

Fyrri greinHringspólandi á Skeiðarársandi
Næsta greinFyrsta grenndarstöðin opnuð á Selfossi