D-listinn tapar fylgi í Árborg

Meiri­hluti Sjálf­stæðis­flokks­ins í Árborg er fall­inn sam­kvæmt nýrri könn­un sem Fé­lags­vís­inda­stofn­un hef­ur gert fyr­ir Morg­un­blaðið á fylgi flokka í sveit­ar­fé­lag­inu.

Fylgi Sjálf­stæðis­flokks­ins mæl­ist 36,2% en var 50,1% í kosn­ing­un­um 2010. Hann fær fjóra menn kjörna, tap­ar ein­um og þar með er hreinn meiri­hluti hans fall­inn, að því er fram kem­ur í frétta­skýr­ingu um fylg­is­mæl­ing­una í Morgun­blaðinu í dag.

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn er með 17,6% fylgi og fengi tvo full­trúa. Sam­fylk­ing­in er með 17,1% fylgi og fengi einn. Björt framtíð, sem ekki hef­ur boðið fram áður, mæl­ist með 11,8% fylgi og næði inn manni. Vinstri græn eru með 8% fylgi sem þýðir að flokk­ur­inn tap­ar eina bæj­ar­full­trúa sín­um.

Þegar könn­un­in var fram­kvæmd í síðustu viku ætluðu Pírat­ar að bjóða fram. Fylgi þeirra mæld­ist 8,7% sem gef­ur einn full­trúa. Er könn­un­inni lauk kom í ljós að ekk­ert verður af fram­boðinu.

Fyrri greinGuðlaug Einars: Það á að vera gott að eldast í Árborg
Næsta greinÞór HSK meistari í sjöunda sinn