D-listinn nær völdum í Hrunamannahreppi

Frambjóðendur D-listans í Hrunamannahreppi.

D-listi Sjálfstæðismanna og óháðra sigraði í sveitarstjórnarkosningunum í Hrunamannahreppi. D-listinn var í minnihluta á síðasta kjörtímabili þar sem H-listinn sigraði 2018. H-listinn bauð ekki fram í ár en L-listinn var nýtt framboð í Gullhreppnum.

Á kjörskrá í Hrunamannahreppi voru 615, alls greiddu 493 atkvæði eða 80,2%.

D-listinn hlaut 272 atkvæði 55,17% atkvæða og þrjá menn kjörna og L-listinn hlaut 209 atkvæði 42,39% og tvo menn kjörna. Auðir seðlar voru 12, eða 2,43%.

Sveitarstjórnin verður þannig skipuð:

(D) Bjarney Vignisdóttir
(D) Herbert Hauksson
(D) Jón Bjarnason
(L) Daði Geir Samúelsson
(L) Alexandra Rós Jóhannesdóttir

Fyrri greinE-listinn hélt naumlega velli í GOGG
Næsta greinD-listinn hélt sínu í Ölfusinu