D-listinn með meirihluta í Árborg

Sjálfstæðisflokkurinn fengi hreinan meirihluta í Árborg ef kosið væri í dag, samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Vísir.is.

Könnunin var gerð í gærkvöldi og þar mældist fylgi Sjálfstæðisflokksins 48,4%. Flokkurinn fengi fimm af níu bæjarfulltrúum.

Vinstri grænir auka við sig með 19,9% og tvo bæjarfulltrúa. Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn myndu missa einn mann hvort framboð. Samfylkingin mælist með 19% og einn bæjarfulltrúa og Framsókn með 12,8% og einn fulltrúa.

Fyrri greinSundlaugar Árborgar opnar
Næsta greinFramkvæmdir hefjast aftur á Stokkseyri