D-listinn í Rangárþingi ytra tilbúinn

D-listi Sjálfstæðismanna í Rangárþingi ytra fyrir sveitarstjórnarkosningarnar þann 31. maí er tilbúinn. D-listinn hélt prófkjör á dögunum og er röð átta efstu látin halda sér úr prófkjörinu.

Alls kusu 290 manns í prófkjörinu og þeir átta frambjóðendur sem tóku þátt í prófkjörinu skipa átta efstu sæti listans. Drífa Hjartardóttir, sveitarstjóri, skipar heiðurssæti listans.

Kjörnefnd lagði fram tillögu að 14 manna lista og var sú tillaga samþykkt samhljóða á almennum félagsfundi í síðustu viku.

Listinn er þannig skipaður:
1. Ágúst Sigurðsson, Kirkjubæ, Rangárvöllum
2. Þorgils Torfi Jónsson, Freyvangi 6, Hellu
3. Sólrún Helga Guðmundsdóttir, Baugöldu 1, Hellu
4. Haraldur Eiríksson, Grásteinsholti, Holtum
5. Anna María Kristjánsdóttir, Helluvaði, Rangárvöllum
6. Heimir Hafsteinsson, Freyvangi 14, Hellu
7. Sindri Snær Bjarnason, Bergöldu 4, Hellu
8. Sævar Jónsson, Snjallsteinshöfða, Landsveit
9. Hjördís Guðrún Brynjarsdóttir, Breiðöldu 9, Hellu
10. Kristinn Guðnason, Árbæjarhjáleigu, Holtum
11. Helena Kjartansdóttir, Drafnarsandi 3, Hellu
12. Hjalti Tómasson, Freyvangi 21, Hellu
13. Hugrún Pétursdóttir, Hólavangi 3b, Hellu
14. Drífa Hjartardóttir, Keldum, Rangárvöllum