D-listinn í Árborg kynntur á fimmtudag

Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Árborg verður kynntur fimmtudaginn 3. apríl næstkomandi á fundi á á Hótel Selfossi.

Prófkjör flokksins í Árborg var haldið á dögunum og þar urðu Ásta Stefánsdóttir og Gunnar Egilsson í 1. og 2. sæti.

Jöfn í 3.-4. sæti urðu Kjartan Björnsson og Sandra Dís Hafþórsdóttir og mun koma í ljós á fimmtudagskvöld hvort þeirra verður í 3. sætinu.

Eins sagði Ari Björn Thorarensen að hann myndi íhuga stöðu sína að loknu prófkjörinu, hann hafnaði í 5. sæti en sóttist eftir 2. sætinu.