D-listi Sjálfstæðisflokksins í Rangárþingi ytra samþykktur

D-listi Sjálfstæðisflokksins í Rangárþingi ytra. Á myndina vantar Önnu Maríu Kristjánsdóttur. Ljósmynd/Aðsend

Ingvar P. Guðbjörnsson, upplýsingafulltrúi, leiðir D-lista Sjálfstæðisflokksins í Rangárþingi ytra við sveitarstjórnarkosningar í vor. Kjörnefnd lagði fram tillögu að fullskipuðum framboðslista í gærkvöldi á Hellu á fundi Sjálfstæðisfélagsins Fróða og Fjölnis, félags ungra sjálfstæðismanna, en tillagan var einróma samþykkt.

Áður hafði farið fram prófkjör hjá flokknum þar sem kjörsókn var 78% og efstu sjö á listanum hlutu bindandi kosningu í prófkjörinu.

Listann í heild sinni má sjá hér:
1. Ingvar P. Guðbjörnsson, upplýsingafulltrúi
2. Eydís Þ. Indriðadóttir, sveitarstjóri
3. Björk Grétarsdóttir, ráðgjafi
4. Þröstur Sigurðsson, framkvæmdastjóri
5. Svavar Leópold Torfason, rafvirkjameistari
6. Sóley Margeirsdóttir, grunnskólakennari og íþróttafræðingur
7. Gústav Magnús Ásbjörnsson, sviðsstjóri
8. Roman Jarymowicz, aðstoðarstöðvarstjóri
9. Sævar Jónsson, húsasmíðameistari
10. Sigríður Arndís Þórðardóttir, talmeinafræðingur og bóndi
11. Hanna Valdís Guðjónsdóttir, grunnskólakennari og bóndi
12. Lárus Jóhann Guðmundsson, tamningamaður
13. Helena Kjartansdóttir, þjónustufulltrúi
14. Anna María Kristjánsdóttir, starfsmaður í aðhlynningu og skógarbóndi

Fyrri greinSigurður Torfi leiðir lista Vg í Árborg
Næsta greinArnar Freyr gefur kost á sér til forystu hjá Framsókn