Dælingu hætt síðdegis

Sanddæluskipið Skandia hóf sanddælingu í Landeyjahöfn um hádegi í dag en þurfti svo að hætta um kl. 17 vegna veðurs.

Talsvert bætti í vind þegar leið á daginn og neyddust skipverjar að gera hlé á dælingu eftir að hafa tekið þrjá farma af sandi úr höfninni. Staðan verður tekin aftur í fyrramálið.

Á vef Eyjafrétta er haft eftir Sigmar Thormod Jacobsen, skipstjóra, að ekki sé ljóst hversu langan tíma tekur að opna höfnina. Líklega þurfi nokkra daga til þess en það fari eftir veðri. Skipið getur borið 550 rúmmetra af sandi í einu.

Fyrri greinLangisjór og hluti Eldgjár friðlýst
Næsta greinSelfyssingar fastir á botninum