Dæmdur í vikulangt gæsluvarðhald

Maður sem lögreglan á Selfossi krafðist gæsluvarðhalds yfir í dag fyrir Héraðsdómi Suðurlands var úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudagsins 18. janúar kl. 16:00.

Maðurinn sem er um sjötugt var handtekinn í gær grunaður um kynferðisbrot gagnvart þremur ungum börnum. Meint brot eru sögð hafa átt sér stað fyrir tveimur til þremur árum síðan.

Við húsleit hjá manninum fannst umtalsvert magn tölvugagna sem hann hefur viðurkennt að innihaldi barnaklám. Maðurinn hefur áður hlotið dóm fyrir kynferðisbrot.

Fyrri greinGæsluvarðhalds krafist vegna rannsóknar á kynferðisbrotum
Næsta greinFSu skellti Hamri í grannaslagnum