Dæmdur í síbrotagæslu

Héraðsdómur Suðurlands hefur úrskurðað mann í síbrotagæslu í 27 daga, en maðurinn hefur ítrekað verið staðinn að lögbrotum undanfarnar vikur.

Maðurinn braust síðast inn í veitingastaðinn Hafið bláa á Óseyri á föstudagsmorgun, ásamt fjórum öðrum, og stal þaðan miklu magni af áfengi. Fólkið náðist á leið til Reykjavíkur. Þau sem voru með manninum voru látin laus að lokinni yfirheyrslu, en hann mun sitja inn næstu 27 dagana eða þar til dómur yfir honum fellur.