Dæmdur fyrir árás á Litla-Hrauni

Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt fanga á Litla-Hrauni í þriggja mánaða fangelsi fyrir að ráðast á samfanga sinn og slá hann í andlitið.

Sá sem varð fyrir árásinni kinnbeinsbrotnaði og fékk fleiri áverka.

Árásin átti sér stað í maí í fyrra. Árásarmaðurinn á að baki nánast samfelldan sakaferil frá árinu 1998. Samtals hefur hann verið dæmdur í fangelsi í 101 mánuð fyrir ýmis brot. Síðast fékk hann tveggja ára fangelsi fyrir fjölda brota, m.a. fyrir rán og fyrir að slá lögreglumann í andlitið.

Fyrir dóminn voru lögð vottorð frá fangelsunum á Litla-Hrauni og Kvíabryggju þar sem fram kemur að maðurinn hafi tekið sig á í fangavisinni og sýnt fyrirmyndarhegðun frá því hann réðst á samfangann.