Dæmd fyrir manndráp af gáleysi

Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt sænska konu í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir manndráp af gáleysi.

Konan ók bifreið á vegslóða við Mið-Sel í Rangárþingi ytra, án nægilegrar aðgæslu með þeim afleiðingum að tæplega sex ára telpa, sem var í mikilli nálægð við bifreiðina varð fyrir bifreiðinni, féll í götuna og hlaut við það svo mikla höfuðáverka að hún lést nokkrum klukkutímum síðar.

Auk þess að vera dæmd í skilorðsbundið fangelsi var konunni gert að greiða móður telpunnar, vinkonu sinni, 2,3 milljónir króna í miskabætur.

Í niðurstöðu dómsins segir að aðstæður allar og ungur aldur telpunnar gerðu auknar kröfur til konunnar um ítrustu varkárni sem og til þess að hún tryggði með fullnægjandi hætti að telpan væri ekki nálægt bifreiðinni þegar hún ók af stað.

mbl.is greindi frá þessu

Fyrri greinFilip og Einar sigruðu á Halldórsmótinu
Næsta greinHamar deildarmeistari í 1. deild kvenna