Dæmd fyrir litaða díselolíu

Hjón voru sektuð í Héraðsdómi Suðurlands í dag fyrir að nota litaða díselolíu í stað venjulegrar díselolíu á bíl sinn.

Maðurinn sagðist einn bera sök á notkun olíunnar en þar sem konan er skráður eigandi bílsins var henni einnig gert að greiða sekt fyrir það að olían fannst í eldsneytistanki bifreiðarinnar. Slíka olíu má einungis nota á vinnutæki.

Hjónin voru bæði tvö dæmd til þess að greiða 200 þúsund krónur í sekt eða samanlagt fjögurhundruð þúsund.