Dælengi 12 og Hótel Fosstún verðlaunuð

Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Árborgar afhenti Umhverfisverðlaun Árborgar 2015 í Sigtúnsgarðinum um síðustu helgi í tengslum við Sumar á Selfossi.

Dælengi 12, var valinn fallegasti garðurinn, eigendur hans eru Elísabet Ingvarsdóttir og Guðmundur Þ. Óskarsson.

Sigríður Jónsdóttir, tók við viðurkenningu fyrir snyrtilegasta fyrirtækið sem valið var Hótel Fosstún.

Fyrri greinHamar marði Kóngana
Næsta greinSpaðar á Töðugjöldum í Árnesi