Dælengi 12 og Hótel Fosstún verðlaunuð

Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Árborgar afhenti Umhverfisverðlaun Árborgar 2015 í Sigtúnsgarðinum um síðustu helgi í tengslum við Sumar á Selfossi.

Dælengi 12, var valinn fallegasti garðurinn, eigendur hans eru Elísabet Ingvarsdóttir og Guðmundur Þ. Óskarsson.

Sigríður Jónsdóttir, tók við viðurkenningu fyrir snyrtilegasta fyrirtækið sem valið var Hótel Fosstún.