Corolla „lykluð” við vistina

Rauð Toyota Corolla var „lykluð” þar sem hún stóð á bílastæði við heimavist FSu, Fosstún, við Eyraveg á Selfossi á milli klukkan 15 og 18 síðastliðinn föstudag.

Einhver hefur látið sig hafa það að draga lykil eða annan oddhvassan hlut eftir hægri hlið bílsins og skildi eftir tvær rispur.

Lögreglan hvetur þann sem þetta gerði að gefa sig fram. Allar upplýsingar sem geta hjálpað til að upplýsa málið eru vel þegnar.

Fyrri greinÞrettán umferðaróhöpp og slys um helgina
Næsta greinLögreglan vinnur úr ábendingum