Carbfix býður til fundar í Þorlákshöfn

Ljósmynd/Carbfix

Carbfix býður til fundar í Versölum í Þorlákshöfn, mánudaginn 18. ágúst kl. 18:00-19:30. Þar verður kynnt matsáætlun vegna áforma um uppbyggingu og rekstur athafnasvæðis til móttöku, niðurdælingar og bindingu CO2 í Ölfusi.

Haukur Einarsson, verkefnisstjóri hjá COWI við mat á umhverfisáhrifum, kynnir matsáætlunina og Sigurður Steinar Ásgeirsson, skrifstofu- og verkefnastjóri hjá umhverfis- og framkvæmdasviði Ölfuss, flytur erindi.

Í lokin verða opnar umræður um hönnun á verkefninu.

Hægt er að nálgast matsáætlun á Skipulagsgátt

Fyrri greinGunnar Kári aftur í vínrautt
Næsta greinMögulega rafmagnslaust aðfaranótt þriðjudags