C-listinn heldur velli í GOGG

C-listinn heldur meirihluta sínum í Grímsnes- og Grafningshreppi en talningu er lokið í sveitarfélaginu.

Í hreppnum voru 319 á kjörskrá og greiddi 281 atkvæði ena 88,08% sem er örlítið undir kjörsókn árið 2010.

Lokatölur í Grímsnes- og Grafningshreppi eru þessar:

C-listi – 155 atkvæði 55,16%
K-listi – 120 atkvæði 42,70%

Auðir og ógildir seðlar – 6

Sveitarstjórnin er þannig skipuð:
Hörður Óli Guðmundsson C- listi
Ingibjörg Harðardóttir C- listi
Gunnar Þorgeirsson C- listi
Guðmundur Ármann Pétursson K- listi
Sigrún Jóna Jónsdóttir K- listi

Talning dróst nokkuð í GOGG vegna mikils fjölda utankjörfundaratkvæða, en þau voru 60 talsins.