Byssumaðurinn laus úr haldi

Yfirheyrslum yfir byssumanni sem handtekinn var eftir umsátur í Þorlákshöfn í nótt er lokið og telst málið upplýst.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu bendir ekkert til þess að hann hafi beint vopnum sínum gegn öðru fólki.

Maðurinn er laus úr höndum lögreglu en nýtur handleiðslu lækna áfram.

TENGDAR FRÉTTIR:
Byssumaður handtekinn í Þorlákshöfn