Byrjað að selja veiðileyfi í Sauðafellsvatn

Sauðafellsvatn. Ljósmynd/sauda­fells­vatn.is

Opnað hefur verið fyrir almenna veiði í Sauðafells­vatni á Land­manna­af­rétti frá og með deginum í dag. Um nýtt veiðivatn er að ræða en þrjátíuþúsund seiðum var sleppt í vatnið fyrir rúmum 20 árum.

Greint er frá þessu á veiðivef Morgunblaðsins og í viðtali þar segir Valtýr Val­týs­son, stjórn­ar­maður í Veiðifé­lagi Land­manna­af­rétt­ar, að grannt hefði verið fylgst með vatn­inu hin síðari ár og nú væri það mat manna að gera ætti þessa til­raun.

„Fisk­ur­inn hef­ur farið stækk­andi, sér­stak­lega síðustu ár og við feng­um fiski­fræðinga til að rann­saka vatnið, ár­ganga af fiski, fæðu og fleira slíkt og þeirra niðurstaða var af­drátt­ar­laus, að vatnið væri sjálf­bært,“ segir Valtýr.

Valtýr seg­ir að fyrsta mark­miðið sé að ganga ekki á gæði vatns­ins sem stanga­veiðivatns og því hafi verið tek­in sú ákvörðun að ein­göngu er veitt á flugu í vatn­inu. „Það var niðurstaða stjórn­ar að selja aðeins fimm stang­ir í vatnið á dag og er þar tekið mið af ráðlegg­ing­um fiski­fræðinga. Við vilj­um byrja ró­lega og fylgj­ast með.“

Frétt mbl.is

Fyrri greinTilnefndur sem besti ungi leikstjórnandi í heiminum
Næsta greinÞrenn verðlaun veitt í „Úrgangur í auðlind“