Lögreglan á Suðurlandi mun byrja að sekta ökumenn sem enn eru á nagladekkjum frá og með næsta mánudegi, 5. maí.
Nagladekk má ekki nota á tímabilinu frá og með 15. apríl til og með 31. október nema þess sé þörf vegna asktursaðstæðna.
Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi segir að í ljósi tíðarfarsins undanfarið og veðurspár á næstunni sé óþarfi að vera lengur á nagladekkjunum.

