Byrjað að sekta eftir helgi

Vel með farið nagladekk. Myndin tengist efni fréttarinnar. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Lögreglan á Suðurlandi mun byrja að sekta ökumenn sem enn eru á nagladekkjum frá og með næsta mánudegi, 5. maí.

Nagladekk má ekki nota á tímabilinu frá og með 15. apríl til og með 31. október nema þess sé þörf vegna asktursaðstæðna.

Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi segir að í ljósi tíðarfarsins undanfarið og veðurspár á næstunni sé óþarfi að vera lengur á nagladekkjunum.

Fyrri greinKonur í forgrunni á kvennaári
Næsta greinFimm Íslandsmeistarar mæta til leiks á Hellu