Byrjað að rífa við Eyraveginn

Hér stóð eitt sinn kaupfélagsbakaríið. sunnlenska.is/Jóhanna SH

Í morgun var byrjað að rífa húsalengju við Eyraveg 3-5 á Selfossi, til þess að rýma fyrir næstu húsum í miðbæjaruppbyggingunni á Selfossi.

Húsin sem á að rífa núna eru Hamar, Verslunin Ölfusá og kaupfélagsbakaríið.

Óhætt er að segja að þessi niðurrifsvinna hafi vakið mikla athygli vegfarenda en ófáir þeirra stoppa og munda símana til þess að mynda.

sunnlenska.is/Jóhanna SH
sunnlenska.is/Jóhanna SH
sunnlenska.is/Jóhanna SH
sunnlenska.is/Jóhanna SH
Fyrri greinStyrmir í úrvalsliðinu og Tómas Valur efnilegastur
Næsta greinÁrborg og Hamar sigruðu – ÍBU missti niður tveggja marka forskot