Byrjað að moka fyrir velli

Ungir knattspyrnumenn í Hveragerði tóku í dag fyrstu skóflustunguna að nýjum gervigrasvelli sem lagður verður á Vorsabæjarvöllum, sunnan við Grýluvöll, heimavöll Hamars.

Það er Arnon ehf. í Hveragerði sem sér um jarðvinnuna og á henni að vera lokið 1. desember. Í þessum fyrsta áfanga verksins verður jarðvegsskipt fyrir tæplega 5.000 m2 mannvirki.

Stefnt er að því að taka völlinn í notkun næsta vor. Völlurinn er 2/3 hlutar af stærð venjulegs knattspyrnuvallar og í framhaldinu er stefnt að því að byggja yfir völlinn.