BYKO styrkir Hjálparsveit skáta í Hveragerði

Nýverið styrkti BYKO Hjálparsveit skáta í Hveragerði rausnarlega með því að gefa sveitinni FINI-dekkjadælu sem að notuð verður til að pumpa í dekk jeppabifreiða sveitarinnar.

Að sögn Lárusar Guðmundssonar, formanns HSSH, á dælan eftir nýtast vel í útköllum og öðrum verkefnum sveitarinnar á fjöllum þegar að hleypa þarf úr dekkjum bifreiðanna í snjó og ófærum. Þá er bæði fljótlegt og auðvelt að pumpa í aftur.