BYKO styrkir BFÁ

BYKO á Selfossi afhenti Björgunarfélagi Árborgar öfluga loftdælu að gjöf á dögunum.

Loftdælan verður sett í LandCruiser jeppa sveitarinnar og kemur sér mjög vel. Hún auðveldar björgunarmönnum að fylla dekk af lofti eftir hleypt hefur verið úr þeim til að komast yfir ófærur. Auk þess er hægt að gefa öðrum loft.

Dæla sem þessi kostar 80.000 krónur og kunna björgunarfélagsmenn og konur BYKO bestu þakkir fyrir gjöfina.