Byko-hrafninn í beinni

Byko-hrafninn sem verpt hefur utan á verslun Byko á Selfossi frá árinu 2012 er nú kominn í beina útsendingu á netinu.

Starfsmenn Byko hafa sett upp vefmyndavél við laupinn og verður það eflaust til að gleðja marga en hrafnafjolskyldan hefur vakið mikla athygli við Byko undanfarin ár, og nú má kynnast henni nánar á netinu.

Hrafninn er ófeiminn við félagsskap mannsins og á það til að verpa á stöðum sem þessum, sérstaklega á Suðurlandsundirlendinu þar sem hrafnar hafa smíðað laupa í rafmagnsmöstrum, súrheysturnum og jafnvel íbúðarhúsum á Stokkseyri.

Hrafninn verpir fjórum til sex eggjum í laupinn og koma ungarnir úr eggjunum eftir u.þ.b. þrjár vikur. Þeir yfirgefa hreiðrið svo u.þ.b. fimm vikna gamlir. Myndavélin verður í gangi þar til ungarnir eru flognir á brott.

Smelltu hér til að heimsækja hrafninn

TENGDAR FRÉTTIR:
Hrafnslaupur á óvenjulegum stað