Byggt við Sunnulækjarskóla fyrir 380 milljónir króna

„Það er sérstaklega gaman að vinna svona verkefni á heimavelli þar sem höfðuðstöðvar fyrirtækisins eru á Selfossi, þrátt fyrir að við séum með mjög mörg stór verkefni líka á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Gylfi Gíslason, framkvæmdastjóri JÁVERKS.

Hann skrifaði undir samning við Sveitarfélagið Árborg um viðbyggingu við Sunnulækjarskóla á Selfossi á þriðjudaginn.

Byggingin verður þréttan hundruð og sjötíu fermetrar að stærð og er heildarkostnaður við hana rétt rúmlega þrjú hundruð og áttatíu milljónir króna. Fyrri áfanginn verður klár fyrir haustið með fjórum kennslusvæðum og og flutt verður inn í síðari áfangann 2016 eða 2017. Um þessar mundir eru 565 nemendur í Sunnulækjarskóla.

„Það verða hér um þrjátíu kallar að vinna þegar mest er,“ bætir Gylfi við en verkefnisstjóri JÁVERKS í Sunnulækjarskóla verður Heimir Rafn Bjarkason.

JÁVERK er einnig að byggja við Sundhöll Selfoss og við íþróttahúsið á Flúðum, auk þess sem fyrirtækið er að byggja nýjan leikskóla í Flóahreppi og nýtt hótel í Vík í Mýrdal. Starfsmenn JÁVERKS eru hundrað og tíu í dag.

Fyrri greinMikilvæg stig í húsi
Næsta greinFundað með ráðherra vegna fækkunar rýma