Byggingu hótels í Reykholti frestað

Fyrirtækið Stracta sem hugðist byggja 100 herbergja hótel í Reykholti hefur óskað eftir því við sveitarfélagið Bláskógabyggð að fá frestað greiðslu á gatnagerðargjöldum en þeim hafði verið úthlutað tveimur lóðum skammt frá Bjarnabúð.

Málið var tekið fyrir á fundi byggðaráðs nýverið sem sagðist ekki geta orðið við þeirri beiðni með þeim rökum að hún brjóti við bága við settar reglur um úthlutun lóða og greiðslu umrædds gatnagerðargjalds. Þannig verði jafnræði að ríkja milli aðila hvað slíka hluti varðar.

Að sögn Valtýs Valtýssonar sveitarstjóra er hinsvegar hægt að sækja aftur um lóðina. „Ef þeim dettur það í hug þá gera þeir það,“ segir Valtýr.

Fyrri greinStyrktarganga á Ingólfsfjall 15. júní
Næsta greinGanga á Búrfell í kvöld