Byggingarþjónustan bauð lægst í útiklefa

Byggingarþjónustan ehf í Reykjavík bauð lægst í byggingu útiklefa við íþróttamiðstöðina á Hvolsvelli en tilboð voru opnuð í síðustu viku.

Fjögur verktakafyrirtæki buðu í verkið og hljóðaði tilboð Byggingarþjónustunnar upp á rúmar 26,6 milljónir króna. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 28,4 milljónir króna.

Krappi á Hvolsvelli átti næst lægsta tilboðið rúmar 28,3 milljónir króna en tilboð Heljartaks ehf. í Fljótshlíð og Húskarla ehf. á Hvolsvelli voru yfir kostnaðaráætlun og hljóðuðu upp á tæpar 34,3 og 35,0 milljónir króna.