Bygging Hamars í fyrsta lagi í haust

Ólíklegt er talið að framkvæmdir við nýtt verknámshús við Fjölbrautaskóla Suðurlands hefjist fyrr en seint á þessu ári.

Framkvæmdasýsla ríkisins vinnur nú að hönnunarsamningi við verðlaunahafa samkeppni um hönnun hússins sem fram fór í fyrra.

Ráðist verður í teikningu og hönnun hússins og ættu þær teikningar að vera tilbúnar til útboðs í haust samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Framkvæmdasýslunnar.

Á haustþingi verður svo að klára fjármögnun og heimild fyrir verklegum framkvæmdum sem hefjast í framhaldi af því.

Verkefnið fékk 100 milljónir á fjárlögum þessa árs og nýtast þeir fjármunir við hönnun og teikningar.